Frjáls hugbúnaður

Frjáls hugbúnaður er hugtak notað yfir hugbúnað sem handhafinn getur notað, afritað, kynnt sér, breytt og dreift með eða án breytinga að vild. Hugbúnaður sem flokkast undir þetta er meðal annars hugbúnaður sem ekki nýtur verndar laga um höfundarrétt eða hugbúnaður sem leyfi er gefið til að nota á þennan hátt. Richard Stallman, ásamt því að stofna Frjálsu hugbúnaðarstofnunina fann upp og skilgreindi hugtakið um miðjan níunda áratug 20. aldar, í skilgreiningunni eru tekin fram fjögur „frelsi“ (hér „leyfi“) (talin frá 0) sem hugbúnaðurinn verður með höfundaréttarstöðu sinni að veita til að teljast undir hana:

0. Leyfi til að keyra forritið í hvaða tilgangi sem er.
1. Leyfi til að skoða hvernig forritið vinnur og breyta því eftir þörfum (aðgang að frumkóða forritsins þarf nær alltaf til þess)
2. Leyfi til að dreifa afritum af forritinu.
3. Leyfi til að breyta forritinu og bæta það, og dreifa útkomunni til annarra svo að samfélagið í heild hagnist af breytingunum (aðgang að grunnkóða forritsins þarf til þess).

Tengt efni

Tenglar

  Þessi hugbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.