Gaddavír

Gaddavírsgirðing í Texas.

Gaddavír er vír með hvössum göddum eða blöðum sem er notaður í girðingar og ofaná veggi. Gaddavír var mikið notaður sem vörn í skotgrafahernaði. Sá sem reynir að komast yfir eða gegnum gaddavír verður fyrir óþægindum og á það á hættu að særast alvarlega.

Gaddavír er tiltölulega ódýr og einfaldur í uppsetningu miðað við girðingarefni almennt. Hann er fyrsti vírinn sem hægt var að nota sem aðhald fyrir nautgripi.

Tenglar

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.