Genevieve Cortese
Genevieve Cortese | |
---|---|
![]() Genevieve Cortese | |
Upplýsingar | |
Fædd | Genevieve Nicole Cortese 8. janúar 1981 |
Ár virk | 2004 - |
Helstu hlutverk | |
Ruby í Supernatural Kris Furillo í Wildfire |
Genevieve Cortese (fædd Genevieve Nicole Cortese, 8. janúar 1981) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Wildfire og Supernatural.
Einkalíf
Genevieve ólst upp rétt fyrir utan San Francisco þangað til hún var 13 ára. Þá ákváðu foreldrar hennar að flytja til skíðabæjarins Whitefish í Montana. Eftir eitt ár fór fjölskylda hennar í ferðalag til þess að skoða mismunandi skíðabæi og enduðu þau í Sun Valley í Idaho, en Genevieve lítur á þann bæ sem heimabæ sinn.
Genevieve er með BFA gráðu í Drama og BA gráðu í ensku frá Tisch School of the Arts, við New York-háskóla, þar sem hún sótti Stella Adler Acting Studio og Atlantic Theater Co.
Þann 27.febrúar 2010 þá giftist Genevieve Jared Padalecki en þau kynntust við tökur á Supernatural.[1][2] Genevieve og Jared eignuðust sitt fyrsta barn í mars 2012..[3][4]
Ferill
Leikhús
Genevieve hefur komið fram í leikritum á borð við A Midsummer Night's Dream, One Flew Over the Cuckoo's Nest, Crimes of the Heart og Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat.
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshutverk Cortese var árið 2005 í The Dead Zone. Sama ár þá var henni boðið hlutverk í Wildfire sem Kris Furillo, sem hún lék til ársins 2008. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Supernatural og FlashForward.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Cortese var árið 2004 í Mojave. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Bickford Shmeckler´s Cool Ideas og Salted Nuts.
Kvikmyndir og sjónvarp
Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
2004 | Mojave | Amber | sem Genevieve Cortese |
2005 | Kids in America | Ashley Harris | sem Genevieve Cortese |
2006 | Bickford Shmeckler´s Cool Ideas | Toga stelpa | sem Jennifer Cortese |
2006 | Life is Short | Ashley | sem Genevieve Cortese |
2007 | Salted Nuts | Jen | sem Genevieve Cortese |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
2005 | The Dead Zone | Chloe Greeg/Laura Tierney | Þáttur: Still Life sem Jennifer Cortese |
2005-2008 | Wildfire | Kris Furillo | 51 þættir |
2009-2010 | Flashforward | Tracy Stark | 10 þættir |
2008-2011 | Supernatural | Ruby / Genevieve Padalecki | 12 þættir |
Leikhús
- A Midsummer Night's Dream
- One Flew Over the Cuckoo's Nest
- Crimes of the Heart
- Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Genevieve Cortese“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 28. september 2009.
- ↑ Godwin, Jennifer, Jared Padalecki and Genevieve Cortese Are Engaged, EOnline.com, 6 Jan 2010. Accessed 14 Feb 2009.
- ↑ Kubicek, John, Notes from the 'Supernatural' 100th Episode Party, BuddyTV.com, 2 Feb 2010. Quote: "Jared Padalecki talking sweetly about his recent engagement to former co-star Genevieve Cortese." Accessed 14 Feb 2010.
- ↑ Eng, Joyce (20. mars 2012). „Supernatural's Jared Padalecki Welcomes a Son“. TV Guide. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. mars 2012. Sótt 20. mars 2012.
- ↑ http://twitter.com/#!/jarpad/status/181992567477518336