Grafít

Grafít eða ritblý er steinefni og eitt af fjölgervingsformum kolefnis. Grafít er notað í blýanta, en orðið er grafít er myndað af gríska orðinu graphein (γραφειν) sem þýðir „að teikna/skrifa“. Ólíkt demöntum er grafít rafleiðari og hefur til dæmis verið notað sem rafskaut í kolbogalampa. Grafít er stöðugusta form kolefnis við staðalaðstæður.