Guangdong

Landakort sem sýnir legu héraðsins Guangdong í sunnanverðu Kína.
Kort sem sýnir legu Guangdong héraðs í sunnanverðu Kína.
Þéttbýli við Perlufljót. Þar búa meira en 126 milljónir manna.

Guangdong (kínverska:; 广东; rómönskun: Guǎngdōng) er fjölmennasta héraðið í Kína. Í manntali Kína sem framkvæmt var 2020 bjuggu yfir 126 milljónir manna í þessu fjölmennasta héraði Kína. Héraðið er þekkt fyrir mikla iðnframleiðslu, sérstaklega við mynni Perlufljót sem er eitt þéttbýlasta svæði jarðar. Iðnaðurinn laðar að mikinn fjölda verkamanna frá öðrum héruðum og talið er að íbúafjöldinn sé að jafnaði 30 milljónum hærri af þeim sökum. Höfuðborg héraðsins er Guangzhou. Önnur stór borg er Foshan.

Héraðið inniheldur þrjú sérstök efnahagssvæði: Shenzhen, Shantou og Zhuhai.

Hagkerfi Guangdong er gríðaröflugt og hefur verið í miklum vexti í meira en þrjá áratugi verið það langefnaðasta í Kína.[1] Árið 2021 var það 13 stærsta hagkerfi heims.[2] Árið 2021 var þjóðarframleiðsla Guangdong héraðs um $1,92 billjónir bandaríkjadala og óx um 8% á ári. Þetta gerir Guangdong að efnaðsta héraði Kína 33ja árið í röð. Til samanburðar, sé byggt á tölfræði ársins 2020, var þjóðarframleiðsla Guangdong hærri er Ítalíu ($1.89 billjónir bandaríkjadala), Kanada ($1.64 billjónir bandaríkjadala), og Suður Kóreu ($1.64 billjónir bandaríkjadala).[3]

Tengt efni

Tilvísanir

  1. 赵诗悦. „Guangdong ranks 13th in world by GDP“. global.chinadaily.com.cn. Sótt 20. júlí 2022.
  2. 赵诗悦. „Guangdong ranks 13th in world by GDP“. global.chinadaily.com.cn. Sótt 20. júlí 2022.
  3. China Briefing (7. febrúar 2022). „China's Most Productive Provinces and Cities as per 2021 GDP Statistics“. Dezan Shira & Associates. T. Sótt 20. júlí 2022.



  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.