Hedenbergít
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/d/df/Mineral_Hedemberguita_GDFL041.jpg/220px-Mineral_Hedemberguita_GDFL041.jpg)
Hedenbergít er háhitasteind og er afbrigði af pýroxeni.
Lýsing
Grannir glergljáandi, dökkgrænir stönglar. Kristalar geta verið allt að 0,5 cm langir.
- Efnasamsetning: Ca(Fe,Mg)Si2O6
- Kristalgerð: Mónóklín
- Harka: 5½-6
- Eðlisþyngd: 3,2-3,6
- Kleyfni: Góð á tvo vegu
Myndun og útbreiðsla
Byrjar að myndast sem holufylling við 400°C hita og hefur fundist við jaðra djúpbergsinnskota á Suðausturlandi.
Heimild
- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2