Heftari
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/2/2d/Swingline-stapler.jpg/220px-Swingline-stapler.jpg)
Heftari er tæki sem festir pappírsblöð eða annað þunnt efni saman með því að stinga hefti úr málmi í gegnum blöðin og beygja endana á heftinu til að festa það. Heftarar eru notaðir víða, meðal annars í stjórnsýslu, fyrirtækjum, skrifstofum og skólum.
Fyrsti heftarinn var fundinn upp á 18. öld í Frakklandi fyrir Loðvík 15. konung. Hvert hefti var skreytt innsigli hallarinnarr. Þegar notkun pappírs jókst til muna var þörf á aðferð til að festa blöð saman á fljótlegan hátt. Árið 1866 var Bandaríkjamanninum George McGill veitt einkaleyfi á lítilli beygjanlegri pappírsfestingu úr látúni sem var forveri nútíma heftis. Árið 1867 fékk hann einkaleyfi á tæki til þess að stinga heftunum í gegnum pappír. Uppfinning hans var kynnt á sýningu í Philadelphia 1876. Hann hélt áfram að vinna að þessari uppfinningu og öðrum á níunda áratug 19. aldar.
Tengt efni
- Heftalosari
- Heftivír
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)