Hentai

Hentai (japanska: 変態 eða へんたい) er japanskt orð sem þýðir „undarleg ásjón“ eða „undarlegheit“. Hinsvegar í talmáli getur það þýtt „perri“ og er notað í mörgum tungumálum sem heiti yfir erótíska tölvuleiki og manga og anime sem sýna gróft kynferðislegt efni. Í japönsku er þetta orð hinsvegar aldrei notað til að lýsa erótísku efni, heldur eru hugtökin „jū hachi kin“ (18禁; bannað sölu ungmenna þ.e.a.s. yngri en 18), „ecchi/H anime“ (kynferðislegt/klámfengið anime) „eroanime“ (エロアニメ; blanda af orðunum erotic og anime), eða „seinen“ (成年; fullorðins, sem ekki ætti að rugla saman við 青年, seinen sem þýðir „unglingar“).

Hugtakið „hentai“ er oft notað (utan Japan) til að lýsa klámfengnum teiknimyndum, sem er ekki endilega anime eða manga.

Bakgrunnur

Draumur konu fiskimannsins, er hentai viðarútskurður frá 19. öld.

Í japönsku er orðið hentai kanji sem samanstendur af 変 (hen sem þýðir „undarlegt“ eða „óhefbundið“) og 態 (tai sem þýðir „útlit“), sem mætti gróflega þýða sem „öfuguggi“ eða „pervert“. Það er aldrei notað til að lýsa klámfengnu efni, heldur aðeins til að lýsa persónu.

Tengt efni

Þessi grein inniheldur japanska stafi.
Ef vafrinn þinn styður ekki þá leturgerð er líklegt að þú sjáir Mojibake í staðinn fyrir kanji eða kana.

Tenglar

  Þessi anime/mangagrein sem tengist kynlífi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.