Sjóher

Indverski sjóherinn.

Sjóher (flotalið eða sjólið) er herlið sem er þjálfað og útbúið til að berjast á sjó, á herskipum. Undir sjóher flokkast mannskapur um borð í herskipum, kafbátum og einnig sá hluti flughers sem tekur á loft af flugmóðurskipum.

Nokkur hugtök

Stólaher er haft um allan herskipaflota þjóðar eða einhverjar tiltekinnar einingar. Sjóhernaður er hernaður sem fer fram á sjó. Sjóhermaður er maður í sjóher. Sjóliðsforingjar (flotastjórar) eru nefndir aðmírálar. Lautinant er foringi herflokks (bæði á sjó og landi). Lautinantar eru stundum nefndir luktafantar á íslensku.

Til forna börðust víkingar oft á sjó. Nokkur hugtök eru tengd þeim tíma. Frálaga (sbr. atlaga) nefnist það að leggja frá í sjóorrustu, hrjóða skip nefndist það að fella eða hrekja menn af skipi, stafnleggja skipi var það nefnt að leggja stafni að öðru skip í sjóorrustu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.