Holurt
Hjartagrasaætt | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blóm af holurt
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
'Silene uniflora' |
Holurt (fræðiheiti: Silene uniflora) er háplanta af hjartagrasaætt sem ber fimmdeild blóm með hvítum krónublöðum sem hafa bleikfjólubláan belg. Það vex á melum eða söndum og oftast vaxa margir stönglar upp af sömu rót. Í hverju blómi eru 10 fræflar og ein fræva með 5 til 6 stílum. Stönglarnir eru 10 til 25 sm á lengd og gjarnan jarðlægir.
Önnur nöfn á holurt eru meðal annars flugnablóm, flugnabú, laxerarfi (vegna laxerandi áhrifa jurtarinnar), fálkapungur, geldingagras, blöðrujurt, galtarpungur, melapungur og prestapungur. Algengur misskilningur er að holurtin sé flugnaæta en flugur vilja stundum álpast niður í belginn.
Samlífi
Á Íslandi vex sveppurinn grasmúrgróungur (Pleospora herbarum) á dauðum vefjum ýmissa plöntutegunda,[1] meðal annars á holurt.[2]
Tilvísanir
- ↑ Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
- ↑ Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X