Hrossagaukur
Hrossagaukur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Gallinago gallinago Linnaeus, 1758 | ||||||||||||||
Undirtegundir | ||||||||||||||
|
Hrossagaukur (eða mýrarskítur, mýrifugl, mýriskítur, mýrisnípa, mýrispói eða mýrispýta) (fræðiheiti: Gallinago gallinago) er fugl af snípuætt.
Heimkynni hrossagauksins eru mýrar, fen, túndrur og votir hagar á Íslandi, Færeyjum, norður-Evrópu og Rússlandi. Hrossagaukurinn gerir hreiður sitt á huldum stað á jörðinni.
Hrossagaukurinn er mósvartur ofan með ryðlitum langröndum, grár á bringu og ljós á kviði, goggurinn langur og þykkri í endann. Hrossagaukurinn „hneggjar“, en hljóðið myndast milli stélfjaðra fuglsins á flugi, og myndast þegar fuglinn tekur dýfur í loftinu.
Um hneggið
Skömmu eftir aldamótin 1800 hófst deila á Íslandi um það hvernig hrossagaukurinn hneggjaði. Fram til þess tíma héldu menn að hneggið væri raddhljóð. En þá komu þýskir vísindamenn fram með þá kenningu að hrossagaukurinn hneggi með flugfjöðrunum. Þessari kenningu var síðan hrundið þegar færðar voru sönnur á að gaukurinn hneggjaði með stélfjöðrunum, þ.e. að loftstraumur lendi á milli stélfjaðra og þannig myndist hljóðið.