Hudsonfljót

Hudsonfljót er fljót sem rennur 507 km leið frá norðri til suðurs í austanverðu New York-fylki í Bandaríkjunum og myndar við ósana landamæri milli New York-borgar og New Jersey þar sem hún rennur út í Atlantshafið. Fljótið er nefnt eftir Henry Hudson, enskum manni sem sigldi fyrir Hollenska Austur-Indíafélagið og kannaði fljótið árið 1609. Í fyrstu var áin nefnd Mauritiusfljót af evrópskum landnemum og sagt er að Henry Hudson hafi nefnt fljótið því nafni í höfuðið á Maurice af Nassau.
Elstu byggðalög evrópskra landnema á svæðinu voru flest við bakka fljótsins.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hudsonfljóti.