Hvítmáfur
Hvítmáfur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Larus hyperboreus Gunnerus, 1767 |
Hvítmáfur (fræðiheiti: Larus hyperboreus) er stórvaxin máfategund sem verpir á norðurslóðum og við Atlantshafsströnd Evrópu. Hann er farfugl og hefur vetursetu í Norður-Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi allt suður til Bretlandseyja og nyrstu fylkja Bandaríkjanna og við vötnin miklu. Einstaka fuglar fara sunnar. Hvítmáfar verpa 2-4 ljósbrúnum eggjum með dökkbrúnum flekkjum.

Fullorðnir hvítmáfar eru með ljósgráa vængi og þykkan gulan gogg. Ungar eru ljósgráir með bleika og svarta gogga. Fuglarnir verða fullvaxnir fjögurra ára gamlir. Hvítmáfur eru næststærsta máfategund á Íslandi, litlu minni en svartbakur. Vænghaf er um 150 sm og þyngd á bilinu 1,3 til 1,6 kg. Heimkynni hvítmáfa á Íslandi eru aðallega við Breiðafjörð og Vestfirði.

Heimildir

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist hvítmáfum.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist hvítmáfum.

Wikilífverur eru með efni sem tengist hvítmáfum.