Iván Duque

Iván Duque
Iván Duque árið 2020.
Forseti Kólumbíu
Í embætti
7. ágúst 2018 – 7. ágúst 2022
VaraforsetiMarta Lucía Ramírez
ForveriJuan Manuel Santos
EftirmaðurGustavo Petro
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1. ágúst 1976 (1976-08-01) (48 ára)
Bogotá, Kólumbíu
StjórnmálaflokkurLýðræðislegi miðflokkurinn
MakiMaría Juliana Ruiz (g. 2003)
Börn3
HáskóliSergio Arboleda-háskóli
Bandaríski háskólinn
Georgetown-háskóli
Undirskrift

Iván Duque Márquez (f. 1. ágúst 1976) er kólumbískur stjórnmálamaður og fyrrverandi forseti Kólumbíu. Duque var kjörinn forseti árið 2018 og tók við embættinu þann 7. ágúst það ár. Hann er meðlimur í Lýðræðislega miðflokknum, flokki fyrrum forsetans Álvaro Uribe, sem studdi forsetaframboð Duque.

Æviágrip

Iván Duque Márquez bauð sig fram í forsetakosningum Kólumbíu árið 2018 og vann sigur í annarri umferð kosninganna með 53,98 prósent atkvæðanna á móti vinstrimanninum Gustavo Petro, sem hlaut 41,81 prósent. Í kosningunum hafði Duque talað fyrir því að friðarsamkomulag sem fráfarandi forsetinn Juan Manuel Santos hafði gert við skæruliðahreyfinguna FARC árið 2016. Duque var meðal þeirra sem fannst samkomulagið sýna FARC-liðum of mikla linkind.[1] Duque talaði jafnframt fyrir hægrisinnuðum og íhaldssömum stefnumálum eins og þyngri refsingum við glæpum, lægri sköttum og minni umsvifum hins opinbera.[2]

Forsetatíð Duque einkenndist af alþjóðlega kórónuveirufaraldrinum. Duque lét setja útgöngubann í Kólumbíu í mars 2020 til að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.[3]

Árið 2021 brutust út fjöldamótmæli gegn stjórn Duque. Mótmælin hófust þann 28. apríl og beindust í upphafi gegn fyrirhuguðum skattabreytingum sem Duque hugðist gera til þess að reyna að reisa efnahag landsins við eftir samdrátt sem hafði fylgt kórónuveirufaraldrinum. Eftir að kólumbíska lögreglan mætti mótmælunum með mikilli hörku stækkuðu mótmælin og tóku á sig breiðari mynd. Talið er að um 39 manns hafi látist í lögregluaðgerðum á fyrstu tíu dögum mótmælanna. Óeirðirnar leiddu til þess að Duque dró frumvarpið um skattalagabreytinguna til baka en mótmælin héldu þó áfram.[4]

Í nóvember 2019 er talið að um milljón manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn Duque, meðal annars í Bogotá, Medellín og Cali.[5] Mótmælin gegn Duque fóru fram samhliða mótmælaöldu sem náðu til nokkurra annarra ríkja í Suður-Ameríku um svipað leyti, meðal annars Chile og Bólivíu.[6]

Tilvísanir

  1. Stefán Ó. Jónsson (28. maí 2018). „Kólumbíumenn aftur að kjörborðinu“. Vísir. Sótt 21. júní 2022.
  2. Daníel Freyr Birkisson (18. júní 2018). „Iván Duque kjörinn forseti Kólumbíu“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júní 2022. Sótt 21. júní 2022.
  3. „Útgöngubann í Kólumbíu“. mbl.is. 21. mars 2020. Sótt 21. júní 2022.
  4. Grétar Þór Sigurðsson (22. júní 2021). „Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu“. Kjarninn. Sótt 21. júní 2022.
  5. Atli Ísleifsson (22. nóvember 2019). „Milljón manns sögð hafa mót­mælt í Kólumbíu“. Vísir. Sótt 21. júní 2022.
  6. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (24. nóvember 2019). „For­seti Kólumbíu af­neitar lands­mönnum vegna mót­mæla“. Vísir. Sótt 21. júní 2022.


Fyrirrennari:
Juan Manuel Santos
Forseti Kólumbíu
(7. ágúst 20187. ágúst 2022)
Eftirmaður:
Gustavo Petro


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.