Jenna Dewan
Jenna Dewan-Tatum | |
---|---|
![]() Dewan-Tatum á "71st Annual Peabody Awards Luncheon 2012" | |
Upplýsingar | |
Fædd | Jenna Lee Dewan 3. desember 1980 Hartford, Connecticut, U.S. |
Þjóðerni | American |
Störf | Actress, dancer, businesswoman |
Ár virk | 2002–present |
Maki | Channing Tatum |
Börn | 1 |
Jenna Lee Dewan-Tatum (f. 3. desember 1980) er bandarísk leikkona og dansari. Hún lék í myndum eins og Step Up og The Playboy Club og hefur verið bakdansari fyrir söngkonur eins og Janet Jackson og Christinu Aguilera. Jenna er stofnandi 33andOut Production and Iron Horse Entertainment.
Æskuár
Jenna Dewan fæddist í Hartford í Connecticut. Hún er dóttir Nancy Bursch Smith og Darrylls Dewan. Faðir hennar er af líbanonskum og pólskum ættum og mamma hennar af þýskum og enskum ættum. Foreldrar hennar skildu þegar Jenna var lítil og mamma hennar giftist aftur. Í menntaskóla, Grapevine High School í Grapevine, Texas, var Jenna klappstýra. Hún útskrifaðist árið 1999 og var valin Dansleiksdrottning.
Leikferill
Myndir sem Jenna hefur leikið í:
- 2005: Tamara,The Grudge 2,Take the Lead og Step Up þar sem Jenna kynntist eiginmanni sínum Channing Tatum.
- 2008: Fab Five: The Texas Cheerleader Scandal og American Virgin
- 2010: Setup
- 2011: The Playboy Club
Einkalíf
Árið 2006 kynntist Jenna leikaranum Channing Tatum þegar þau léku saman í myndinni Step Up. Þau byrjuðu samband stuttu eftir að myndin var tilbúin. Parið trúlofaði sig snemma í september 2008 og gifti sig svo 11. júlí 2009. Jenna og Channing eiga saman eina dóttur, Everly, sem fæddist 31. maí 2013.