Jerry Lee Lewis
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/5/59/JerryLeeLewis.jpg/220px-JerryLeeLewis.jpg)
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/e/ef/Jerry_Lee_Lewis_1950s_publicity_photo_cropped_retouched.jpg/220px-Jerry_Lee_Lewis_1950s_publicity_photo_cropped_retouched.jpg)
Jerry Lee Lewis (fæddur 29. september 1935, látinn 28. október, 2022) var bandarískur rokk og ról-söngvari, lagahöfundur og píanóleikari. Hann er talinn frumkvöðull í rokk- og rokkabillí-tónlist. Þekktustu lög hans eru líklega Great Balls of Fire og Whole Lotta Shakin' going on. Síðar fór hann út í kántrí og varð ágengt þar. Lewis vann alls 4 Grammy-verðlaun.