Kóríandrajurt

Kóríander

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Angiosperms
(óraðað) Eudicots
(óraðað) Asterids
Ættbálkur: Sveipjurtabálkur (Apiales)
Ætt: Sveipjurtaætt (Apiaceae)
Ættkvísl: Coriandrum
Tegund:
C. sativum

Tvínefni
Coriandrum sativum
L.
Fersk kórianderlauf, einnig nefnd kínversk steinselja eða cilantro
Þurrkuð kóriander fræ

Kóríandrajurt eða kóríander (fræðiheiti: Coriandrum sativum) einnig nefnd cilantro, kínversk steinselja eða dhania er einært grænmeti af sveipjurtaætt. Á spænsku er kóriander nefndur cilantro og er það orð algengt í Ameríku vegna þess að kóriander er algengur í mexíkóskum réttum. Oftast eru fersk laufblöð og þurrkuð fræ af kóriandrajurtinni notuð. Kóríandarjurt inniheldur andoxunarefni.

Í Indlandi eru þurrkuð kórianderfræ kölluð dhania. Fræin eru með sítrónubragði þegar þau eru mulin. Bragðinu er oft lýst eins og það sé heitt kryddbragð, með hnetukeim og appelsínubragði. Kórianderfræ eru krydd í kryddblöndunni garam masala og í karrýblöndum í indverskri matargerð er kóriander oft notað með broddkúmeni. Ristuð kórianderfræ eða dhana dal eru borðuð beint.

Kóriander vex villtur á stóru svæði í Austur- og Suður-Evrópu og hefur verið ræktaður um þúsundir ára. Kóriander var fluttur til Norður-Ameríku árið 1670.

Jurtin Eryngium foetidum gefur sterkara en svipað bragð og kóriander. Hún er þekkt undir nafninu culantro.