Kaliforníuháskóli í Riverside
Kaliforníuháskóli í Riverside (e. University of California, Riverside, UC Riverside eða UCR) er ríkisrekinn rannsóknarháskóli og einn þeirra tíu háskóla sem mynda Kaliforníuháskóla. Skólinn var stofnaður árið 1907. Við skólann starfa á sjötta hundrað háskólakennarar og þar stunda rúmlega 18 þúsund nemendur nám.
Einkunnarorð skólans eru fiat lux (á latínu) og þýða „verði ljós!“
Tenglar
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Kaliforníuháskóla í Riverside.