Klapparmáfur

Klapparmáfur
Klapparmáfur
Klapparmáfur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Máfar (Laridae)
Ættkvísl: Larus
Tegund:
L. cachinnans

Tvínefni
Larus cachinnans
Pallas, 1811

Klapparmáfur (fræðiheiti Larus cachinnans) er máfategund. Hún þekkist á gulgrænum löppum, sterklegum goggi, dökkgráu baki, svörtum vængendum, litlum hvítum blettum og rauðum hring kringum augu. Klapparmáfur sást fyrst á Íslandi í Arnarnesvogi árið 1995. Sitjandi klapparmáfur líkist sílamáfi en fætur sílamáfs eru appelsínugulari og bak hans dekkra. Á flugi líkist klapparmáfur silfurmáfi en bak silfurmáfs er ljósara og hvítir blettir stærri.

Heimildir

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.