Konungsríkið Jerúsalem
Konungsríkið Jerúsalem (latneska: Regnum Hierosolymitanum) var krossfararríki í Landinu helga.
Konungsríkið Jerúsalem var stofnað eftir fyrstu krossferðina árið 1099. Markmið krossferðarinnar var að bola íslömskum ríkjum frá völdum í Landinu helga. Það tókst og fjögur krossfararríki voru stofnuð fyrir vikið en til þeirra taldist Konungsríkið Jerúsalem. Kristnir menn sátu á valdastóli í Jerúsalem í næstum tvö hundruð ár en hrökkluðust frá völdum árið 1291.
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Kingdom of Jerusalem“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt október 2023.