Kortrijk
Skjaldarmerki | Fáni |
---|---|
Upplýsingar | |
Hérað: | Vestur-Flæmingjaland |
Flatarmál: | 80,02 km² |
Mannfjöldi: | 75.633 (1. janúar 2012) |
Þéttleiki byggðar: | 935,61/km² |
Vefsíða: | [1] |
Borgarmynd | |
Kortrijk (franska: Courtrai) er borg í Belgíu. Hún er jafnframt höfuðborg og stærsta borgin í flæmska héraðinu Vestur-Flæmingjalandi. Íbúar eru 75 þúsund. Íbúarnir eru hollenskumælandi. Nokkrar byggingar borgarinnar eru á heimsminjaskrá UNESCO.
Lega og lýsing
Kortrijk liggur við ána Leie norðarlega í Belgíu en syðst í héraðinu Vestur-Flæmingjaland. Næstu stærri borgir eru Gent (42 km), Lille (25 km) og Brugge . Miðborgin afmarkast við ána Leie og er nánast hringlaga.
Byggingar og kennileiti
Miðborg Kortrijk er í heild sinni á heimsminjaskrá UNESCO, sökum gamalla og sögufrægra bygginga. Miðborgin afmarkast af ánni Leie sem hringum í kringum hana. Einnig eru talsvert mörg síki í miðborginni.
- Frúarkirkjan er gotnesk kirkja í borginni.
- Klukkuturninn á aðalmarkaðstorginu er eitt helsta kennileiti borgarinnar.
- Gamla ráðhúsið í Kortrijk er eitt elsta ráðhús Niðurlanda sem enn stendur. Húsið er enn notað sem ráðhús í dag.
Vinabæir
Kortrijk viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:
|
|
Gallerí
-
Gamla ráðhúsið
-
Klukkuturninn er einkennismerki borgarinnar
-
Roelandpalace
-
Kirkja St. Martin
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Courtrai.