Krasnodarfylki

Krasnodarfylki (rússnesku: Краснодарский край, Krasnodarskíj kraj) er landshluti (край) innan Rússneska sambandsríkisins og ein 83 eininga þess. Fylkið nær yfir vesturhluta Norður-Kákasus, á Kúban-Azov sléttunni sem liggur að Svartahafi. Fylkið er rúmir 75.000 ferkílómetrar. Íbúar eru 5,2 milljónir (2010) af ýmsu þjóðerni en langstærstur hluti þeirra er Rússar eða 86,6%. Önnur þjóðarbrot eru: Armenar 5,4% og Úkraínumenn 2,6%. Grikkir, Hvít-Rússar og Tatarar eru um 0,5%. [heimild vantar] Höfuðborg fylkisins er Krasnodar með yfir milljón íbúa.

Landlýsing

Kortið sýnir legu Krasnodarfylkisins innan hins víðfeðma rússneska sambandsríkis

Krasnodarfylki er um 76.000 ferkílómetrar. Talin réttsælis liggja fylkismörk Krasnodar að Svartahafi að sunnan þá að Úkraínu að vestan við Kertsjsund og Azovshaf, þá Rostovfylki, Stavropolfylki og sjálfstjórnarlýðveldinu Karatsjaj-Tsjerkassíu ásamt Abkasíu sem hefur klofið sig frá Georgíu. Krasnodarfylki landlykur sjálfstjórnarlýðveldið Adygeu. Við Svartahaf er hin mikilvæga Novorossíjskhöfn og hinn þekkti sumardvalarstaður Sotsjí.

Loftslag

Loftslag er breytilegt eða allt frá tempruðu meginlandsloftslagi til loftslags heittempraða beltisins. Meðalhiti í janúar er á bilinu -8 °C í fjöllum (fyrir ofan 2000 metra) og -4 °C á sléttum, til +5 °C við ströndina. Meðalhiti í júlí er breytilegur, frá +13 °C í fjöllum upp í +23 °C á sléttunum og við ströndina. Úrkoma er á bilinu 400-3200 mm á ári.

Stjórnsýsla

Fylkið var formlega stofnaði í núverandi mynd 13. september 1937. Það skiptist í 38 stjórnsýsluhéruð og í því eru 26 borgir og 24 aðrir þéttbýlisstaðir. Krasnodar er höfuðborg fylkisins með um 700 þúsund íbúa. Hún er átjánda stærsta borg Rússlands.

Lýðfræði

Íbúar eru 5,1 milljón af ýmsu þjóðerni. Langstærstur hluti þeirra eru Rússar eða 86,2% eða um 419 þúsund manns. Önnur þjóðarbrot eru: Armenar 5%, Úkraínumenn 2,6%, Grikkir 0,5%, Hvít-Rússar 0,5%, Tatarar 0,5%, Georgíumenn 0,4%, Þjóðverjar 0,4%, Kósakkar 0,3% og svo má lengi telja, listinn er langur. Fylkið er talið fjölmenningarlegast allra stjórnsýslueininga rússneska sambandsríkisins. Alls telja þrjátíu og þrjú þjóðarbrot meira en tvöþúsund manns. Sjálfir telja íbúar sig til 140 þjóðflokka eða þjóðarbrota.

Heimildir

Tenglar