Lögfræði
Lögfræði er fræðigrein sem hefur að markmiði að rannsaka lög og lögskýringargögn, lýsa þeim og skýra.
Með lögum er bæði átt við lög í þrengri merkingu þ.e. fyrirmæli lögjafans í lagaformi og einnig lög í víðara skilningi þ.e. skráðar og óskráðar réttareglur. Réttarreglur, sem ekki stafa beint frá löggjafanum, geta m.a. átt stoð í venju, lögjöfnun, fordæmum eða eðli máls.
Fræðigreinar lögfræðinnar
Tvær megingreinar lögfræði eru; allsherjarréttur og einkaréttur og er sú skipting rakin til rómaréttar. Ekki eru allir fræðimenn sammála um þessa skiptingu. Til allsherjarréttar teljast reglur um skipulag og starfsháttu ríkisins, um réttarstöðu einstaklinga gagnvart ríkinu. Einkarétturinn fjallar hins vegar aðallega um réttarreglurnar um réttarstöðu einstaklinga innbyrðis og samskipti þeirra sín á milli.
Þá vilja fræðimenn nú flokka þjóðarétt og réttarfar í tvo sjálfstæða flokka. (tilv í danska wikipediu).
Til allsherjarréttar heyra:
- Stjórnskipunarréttur,
- stjórnarfarsréttur og
- refsiréttur
Í danmörku tilheyrir herréttur einnig allsherjarrétti.
Undir einkaréttinn falla:
- Persónuréttur,
- sifjaréttur,
- erfðaréttur og
- fjármunaréttur
Þá greinist hvert réttarsvið í undirflokka.
Undir fjármunaréttinn falla m.a.
- hlutaréttur og
- kröfuréttur
Nám í lögfræði
Lögfræði er kennd við nokkra háskóla á Íslandi en var áður fyrr eingöngu bundin við Háskóla Íslands. Þá stunda margir framhaldsnám erlendis eða leggja stund á erlenda lögfræði eingöngu.
Lögfræðin beinist að því að kenna að finna rökrétta niðurstöðu í réttarlegum vafamálum og rannsaka réttinn. Kenndar eru reglur um val og túlkun gagna og einstakar fræðigreinar teknar fyrir.
Námið skiptist í grunnnám sem lýkur með BA gráðu, þá er Mastersnám sem er jafnframt embættispróf og lokapróf fyrir flesta. Einnig bjóða íslenskir háskólar upp á doktorspróf í lögum.
Störf lögfræðinga
Störf sem lögfræðingar geta unnið eru fjölbreytt. Nokkrir vinna að lagavísindum þ.e. stunda vísindalegar rannsóknir og skrif um lögfræðileg efni.
Lögfræðingar starfa fyrir hið opinbera - allar greinar ríkisvaldsins og fyrir sveitarfélög. Dómarar eru löglærðir og aðstoðarmenn þeirra, fjölmargir lögfræðingar starfa innan stjórnsýslunnar. Með sífellt flóknara lagalegu umhverfi fyrirtækja vegna alþjóðlegra skuldbindinga er vaxandi þörf fyrir lögfræðinga hjá alls kyns fyrirtækjum. Þá starfa margir lögfræðingar sem sjálfstæðir ráðgjafar og málflutningsmenn.
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Jura“ á dönsku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. febrúar 2007.
- Ólafur Jóhannesson (1975). Lög og réttur. Hið íslenska Bókmenntafélag.
- „Lagadeild Háskóla Íslands - nám“. Sótt 15. febrúar 2007.