Ladónía

Nimis eftir Lars Vilks.

Ladónía (sænska: Ladonien) er örríki sem var stofnað árið 1996 sem hluti af mótmælum sænska listamannsins Lars Vilks vegna úrskurða um brottflutning tveggja listaverka hans í þjóðgarðinum í Kullaberg á Skáni. Listaverkin heita Nimis og Arx og eru risahöggmyndir gerðar úr rekaviði annars vegar en steypu hins vegar. Þau standa á strönd Kattegat rétt fyrir norðan Eyrarsund. 1999 bætti Vilks þriðju höggmyndinni, Omfalos, við, en hún var fjarlægð árið 2001 og reikningurinn sendur Vilks.

Enginn lagalegur grundvöllur er fyrir stofnun ríkisins og ekkert annað ríki eða alþjóðastofnun hefur viðurkennt það með formlegum hætti.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.