Liður (stærðfræði)

Liður í stærðfræði er tala, breyta eða margfeldi talna og breyta, eins og þau koma fyrir í jöfnum, aðskilin með táknunum "+", "-" eða "=". (Í grunnskóla er kennt að „plús og mínus skipta liðum“.) Liðun er heiti aðferðarinnar sem notuð er til að finna liðina. Dæmi:

Jafnan 12 = 1 + 2 + 3 + 6 sýnir tiltekna liðun tölunnar 12, en liðirnir eru 1, 2, 3, og 6.

Þáttun er andstæða liðunar.

Tengt efni

  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.