Li Qiang

Þetta er kínverskt nafn: kenni- eða fjölskyldunafnið er Li, eiginnafnið er Qiang.
Li Qiang
李强
Li Qiang árið 2023.
Forsætisráðherra Alþýðulýðveldisins Kína
Núverandi
Tók við embætti
11. mars 2023
ForsetiXi Jinping
ForveriLi Keqiang
Persónulegar upplýsingar
Fæddur23. júlí 1959 (1959-07-23) (65 ára)
Rui'an, Zhejiang, Kína
StjórnmálaflokkurKommúnistaflokkur Kína
HáskóliZhejiang Wanli-háskóli
Zhejiang-háskóli
Flokksskóli kínverska kommúnistaflokksins
Fjöltækniháskólinn í Hong Kong
StarfStjórnmálamaður

Li Qiang (kínverska: 李强; pinyin: Lǐ Qiáng; f. 23. júlí 1959) er kínverskur stjórnmálamaður og áttundi og núverandi forsætisráðherra Alþýðulýðveldisins Kína frá mars 2023. Hann hefur verið næstæðsti meðlimurinn í fastanefnd stjórnmálanefndar kínverska kommúnistaflokksins frá október 2022. Hann var áður flokksritari Kommúnistaflokksins í Sjanghæ frá 2017 til 2022, flokksritari í Jiangsu-héraði frá 2016 til 2017 og héraðsstjóri Zhejiang frá 2012 til 2016.

Li gekk í Kommúnistaflokkinn árið 1983 og varð ritari ungliðahreyfingar flokksins í Rui'an, Zhejiang. Hann vann síðar hjá borgaramáladeild héraðsins og varð flokksritari í Yong Kang í Wenzhou, ritari stjórnmála- og lagamálefna í Zhejiang og síðan aðstoðarflokksritari héraðsins. Hann varð héraðsstjóri Zhejiang árið 2012, flokksritari Jiangsu-héraðs árið 2016 og loksins flokksritari í Sjanghæ árið 2017. Sama ár hlaut Li sæti í stjórnmálanefnd kommúnistaflokksins.

Á stjórnartíð sinni í Sjanghæ lét Li opna STAR Market-kauphöllina, hafði umsjón með erlendum fjárfestingum í borginni eins og byggingu risaverksmiðju Tesla, Inc., auðveldaði innlendum innflytjendum að öðlast dvalarleyfi í borginni og lét byggja fimm nýja bæi til að bæta úr skorti á byggðarlandi. Hann skipaði jafnframt tveggja mánaða útgöngubann í Sjanghæ árið 2022 vegna kórónuveirufaraldursins, sem hafði mjög neikvæð áhrif á efnahag borgarinnar og hefur sætt gagnrýni.[1] Li hlaut engu að síður stöðuhækkun til fastanefndar stjórnmálanefndarinnar síðar á árinu 2022 og varð forsætisráðherra Kína árið 2023. Li hlaut nánast öll 2.900 at­kvæðin á flokksþingi Kommúnistaflokksins.[2]

Li hefur unnið ásamt núverandi aðalritara Kommúnistaflokksins, Xi Jinping, í Zhejiang og er álitinn náinn bandamaður Xis.[3] Þrátt fyrir að vera náinn Xi er Li almennt talinn hlynntur viðskiptafrelsi.

Tilvísanir

  1. Hugrún Hannesdóttir Diego (11. mars 2023). „Banda­mað­ur Xi Jin­p­ing út­nefnd­ur for­sæt­is­ráð­herra Kína“. RÚV. Sótt 14. mars 2023.
  2. „Náinn bandamaður Xi verður forsætisráðherra“. mbl.is. 11. mars 2023. Sótt 14. mars 2023.
  3. Munroe, Tony; Tian, Yew Lun (12. október 2022). „After COVID lockdown, eyes on Shanghai chief at party congress“. Reuters (enska). Sótt 20. október 2022.


Fyrirrennari:
Li Keqiang
Forsætisráðherra Alþýðulýðveldisins Kína
(11. mars 2023 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.