Listeria

Listeria
Vísindaleg flokkun
Ríki: Gerlar (Bacteria)
Fylking: Firmicutes
Flokkur: Bacilli
Ættbálkur: Bacillales
Ætt: Listeriaceae
Ættkvísl: Listeria
Pirie 1940
Tegundir

L. grayi
L. innocua
L. ivanovii
L. marthii
L. monocytogenes
L. murrayi
L. rocourtiae
L. seeligeri
L. welshimeri

Listeria er ættkvísl gerla af listeriaceae ætt og finnast annað slagið í matvælum. Kjörhitastig gerilsins eru um 30-37°C en hann getur fjölgað sér við hitastig niður í 0°C. Hann getur því fjölgað sér í kæliskáp, en það gerist að vísu mjög hægt og tvöföldunartíminn er langur. Listeríur eru víða í umhverfinu, oft hefur Listeria verið sögð vera jarðvegsbaktería en hún finnst líka víða í rotnandi plöntum og grænmetisleyfum, í skólpi, vatni , í alifuglum og í unnu kjöti, í hrárri mjólk, osti og í mönnum. Aðallega er hann þó í jarðvegi og í rotnandi plöntuleifum en hún gegnir þar mikilvægu hlutverki við niðurbrot. Listeriur eru staflaga gramjákvæðar, eru loftsæknar og valháðar. Hún breytir því efnaskiptum eftir umhverfinu sem hún er í. Hún myndar ekki gró og er oft í samneiti með öðrum Listeriu bakteríum og myndar oft keðjur. Hann þolir að vera í mikilli seltu, háu sýrustigi og háum hita.[1]

Frægasta tegundin er Listeria monocytogenes en hún veldur „Listerisosis“ sem er vel þekktur sjúkdómur í sauðfé á Íslandi, var kallaður „votheysveiki“ eða „hvanneyrarveiki“. Fyrst var sjúkdómnum lýst í Danmörku 1929, en fyrstu sýkingu í mönnum á íslandi var lýst 1961, frá árinu 1978 hafa mörg tilfelli greinst. Samkvæmt rannsókn sem gerð var á landspítalanum á árunum 1978-1994 var nýgengi sjúkdómsins á íslandi um 8,3 á hverja milljón íbúa hérlendis, sem er hærra en í öðrum löndum. Faraldrar voru þó algengir áður, td þegar ógerilsneydd mjólk var notuð í ostagerð í Sviss og felldi fjölda manna árlega. Í Bandaríkjunum var listeriosis rakið til ferskra matvæla eins og salats, gerilsneyddrar mjólkur og mjúkra“mexican style“ osta. Þeir sem fá listeriosis eru í lífshættu og deyja 19-51% sjúklinga. Sérstaklega er alvarlegt ef að ungbörn eða óléttar mæður fái listeriosis. Því að það ungabörn og fóstur eru sérstaklega viðkvæm fyrir því að fá listeriosis. Erfitt hefur reynst að rekja smitleiðir því að meðgöngutími sýkinganna er um 30 dagar og því engin matvæli tiltæk til rannsóknar þegar sýking greinist.[2] Hún er nefnd til heiðurs enska skurðlækninum Joseph Lister.

Tilvísanir

  1. Listeria, 2011
  2. Ólafur Steingrímsson, 1995;81

Heimildir

  • Listeria. (2011). Sótt frá MicrobeWiki, the student-edited microbiology resource: http://microbewiki.kenyon.edu/index.php/Listeria Geymt 26 október 2011 í Wayback Machine
  • Ólafur Steingrímsson, Ý. S. (1995;81). Listeríósis í mönnum á Íslandi á árunum 1978-1994. Læknablaðið, 589-593.
  • Hans Henrik Huss, Assessment and management of seafood safety and quality, FAO fisheries technical paper 444, rome 2004
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.