Litli heili
Litli heili eða heilahnykill er hluti af heilanum,[1] nánar til tekið í afturheilanum.
Í litla heila eru um 50 milljarða taugafrumur og skiptist hann í tvö hvel (líkt og „stóri" heili). Talið er að litli heili fær sjónrænar, hljóðrænar og líkamsskynjunar upplýsingar og einnig boð frá einstökum vöðvum. Hann samhæfir þessar upplýsingar til þess að mýkja og samstilla ýmsar hreyfingar líkamans. Skemmdir á litla heila skerðir getu til að standa, ganga eða almennt að framkvæma samhæfðar hreyfingar. Hreyfingar hjá einstaklingum með skemmdan litla heila einkennast því af rykkjóttum og ýktum hreyfingum.[2]
Tilvísanir
- ↑ „Hvaða hlutverki gegnir litli heilinn og hvað gerist ef hann skemmist?“. Vísindavefurinn.
- ↑ Neil R. Carlson; Melissa A. Birkett (2017). Physiology of Behavior. Pearson. bls. 264. ISBN 1-29215810-7.