Lokhljóð
Lokhljóð er samhljóð sem myndast við að það lokast fyrir útstreymi loftsins um munninn og hálsinn svo að alls ekkert loft flæðir út. Það getur annaðhvort verið tungan eða kokið sem lokar fyrir. Lokhljóð eru í andstæðu við nefhljóð, þar sem lokað er fyrir munnholinu en loftið flæðir enn út í gegnum nasirnar.
Flokkun
Raddað | Óraddað | ||
---|---|---|---|
Lýsing | IPA | Lýsing | IPA |
raddað tvívaramælt lokhljóð | [b] | óraddað tvívaramælt lokhljóð | [p] |
raddað tannbergsmælt lokhljóð | [d] | óraddað tannbergsmælt lokhljóð | [t] |
raddað rismælt lokhljóð | [d] | óraddað rismælt lokhljóð | [t] |
raddað framgómmælt lokhljóð | [ɟ] | óraddað framgómmælt lokhljóð | [c] |
raddað gómfyllumælt lokhljóð | [ɡ] | óraddað gómfyllumælt lokhljóð | [k] |
raddað vara- og gómmælt lokhljóð | [ɢ] | óraddað vara- og gómmælt lokhljóð | [q] |
kokmælt lokhljóð | [ʡ] | ||
raddglufumælt lokhljóð | [ʔ] | — | — |