London Eye

London Eye, apríl 2006.

London Eye eða Millennium Wheel er risastórt parísarhjól á suðurbakka Thamesár í London. Bygging þess var fjármögnuð af British Airways og var það reist í tilefni af aldamótafögnuði Breta. Þegar það var byggt var það stærsta parísarhjól heims. Hjólið er vinsæll ferðamannastaður í London: 3,5 milljónir manns heimsækja það á hverju ári.

Hjólið er 135 m hátt en arktitektarnir voru David Marks, Julia Barfield, Malcolm Cook, Mark Sparrowhawk, Steven Chilton, Frank Anatole og Nic Bailey. Þau hönnuðu líka klefana sem eru 32 samtals og með loftkælingu. Í hverjum klefa er pláss fyrir 25 manns. Snúningshraði hjólsins er 26 cm/s (0,9 km/klst) og það tekur þá 30 mínútur að snúast einu sinni.

Tengt efni

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.