Lundúnamaraþonið

Lundúnamaraþonið er árlegt maraþonhlaup sem fer fram í London, Bretlandi. Maraþonið fer fram á götum að mestu á flatlendi á bökkum árinnar Thames, frá Blackheath að The Mall. Um 50.000 manns taka þátt í maraþoninu sem skiptist í nokkra hluta. Lundúnamaraþonið er stærsta maraþonhlaup Bretlands og þriðji stærsti hlaupaviðburður landsins á eftir Great North Run í Newcastle og Great Manchester Run í Manchester. Núverandi styrktaraðili hlaupsins er indverska upplýsingatæknifyrirtækið Tata Consultancy Services.