Magic Johnson
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Earvin Johnson jr. | |
Fæðingardagur | 14. ágúst 1959 | |
Fæðingarstaður | Lansing, Michigan, Bandaríkin | |
Hæð | 206 cm. | |
Þyngd | 100 kg. | |
Leikstaða | leikstjórnandi | |
Háskólaferill | ||
1977-1979 | Michigan State | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
1979-1991, 1996 1999-2000 2000 |
Los Angeles Lakers Magic M7 Borås Magic Great Danes | |
Landsliðsferill | ||
Ár | Lið | Leikir |
1992 | Bandaríkin | |
1 Meistaraflokksferill.
|
Magic Johnson (fæddur 14. ágúst 1959 sem Earvin Johnson II ) er bandarískur fyrrum körfuknattleiksmaður og framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers. Hann er álitinn einn besti leikstjórnandi allra tíma.
Johnson spilaði 13 ár með Los Angeles Lakers en gerði hlé vegna eyðni sem hann smitaðist af. Þó ferðaðist hann um tíma um heiminn með liði sínu Magic Johnson All-Stars. Hann varð að hætta vegna mótmæla leikmanna í NBA-deildinni en þjálfaði Lakers árið 1994 og sneri aftur sem leikmaður tímabilið 1995-1996, þá 36 ára og spilaði 32 leiki. Um aldamótin fór hann til Svíþjóðar og Danmerkur og spilaði aðeins þar. Með bandaríska landsliðinu var hann hluti af The Dream Team sem sigraði á Ólympíuleikjunum í Barcelona árið 1992. Frá 2017-2019 var hann framkvæmdastjóri körfuboltasviðs Lakers (enska: President of basketball operations) en sagði af sér vegna slaks gengis liðsins. Johnson sneri sér einnig að viðskiptum eftir ferilinn og á nokkur fyrirtæki.
Afrek
- 5 deildartitlar sem leikmaður (1980, 1982, 1985, 1987 og 1988) og 5 deildartitlar sem framkvæmdastjóri/formaður Lakers.
- 3 MVP, besti leikmaður NBA-deildarinnar og 3* Finals MVP.
- 4 sinnum stoðsendingakóngur deildarinnar og hæstur í meðaltali yfir stoðsendingar, 11,2 á leik. Nr. 5 yfir flestar stoðsendingar frá uppphafi.
- 2* efstur í stolnum boltum.
- 9 úrslitakeppnir.
- 12 All-Star leikir og 2* All Star MVP.
- 700+ stig, 700+ fráköst og 700+ stoðsendingar á einu tímabili.