Malakít

Malakít (eða berggræna) tilheyrir hópi málmsteina og er kopar-hydroxíð karbónat.
Lýsing
Fagurgrænt hrúður eða skán á koparkís. Kristallar lögóttir og þráðóttir, er ógegnsætt með daufan glergljáa.
- Efnasamsetning: Cu2(OH)2CO3
- Kristalgerð: Mónóklín
- Harka: 3½-4
- Eðlisþyngd: 4
- Kleyfni: Greinileg
Myndun og útbreiðsla
Myndast við veðrun á koparsteindum og finnst með koparkís.
Heimild
- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2