Metalcore

Metalcore (eða metallic hardcore á ensku) er undirgrein þungarokks sem sameinar harðkjarnapönk og öfgamálm eins og þrass, dauðarokk og svartmálm. Það er þekkt fyrir uppbyggingu og breakdown í tónsmíðum þar sem tónlistin brýst út í því miði að fólk hristi hausinn eða headbangi við tónlistina. Söngur er vanalega í öskrandi stíl en sveitir hafa í ríkari mæli blandað hreinum söng við hann.

Rætur metalcores eru frá 9. áratug 20. aldar þar sem hljómsveitir eins og Agnostic Front, Cro-Mags, Killing Time, Exploited og Discharge brutust á sjónarsviðið. Á 10. áratugnum komu fram sveitir eins og Integrity, Earth Crisis, Hatebreed, Converge, Shai Hulud og Vision of Disorder.

Í byrjun 20. aldar varð stefnan ein af vinsælustu undirtegundum þungarokks með sveitum eins og Bleeding Through, Avenged Sevenfold, Killswitch Engage, Hatebreed, Atreyu, Shadows Fall, As I Lay Dying, Unearth, Trivium, Bullet for My Valentine og All That Remains. Þær voru sumar undir áhrifum frá melódísku dauðarokki, sér í lagi frá sænsku sveitinni At the Gates.

Undirgreinar metalcores

  • Melódískt metalcore
  • Mathcore
  • Deathcore
  • Electronicore
  • Progressive metalcore
  • Nu metalcore