Mikkel Hansen
Mikkel Hansen (fæddur 22. október 1987) er danskur handknattleiksmaður, sem leikur fyrir Paris Saint-Germain og danska karlalandsliðið í handknattleik. Hansen leikur stöðu vinstri skyttu. Hann var markahæstur danska liðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla 2011.
Hansen lék með FC Barcelona frá 2008 til 2010. Áður lék hann með GOG Svendborg.