Mikkel Hansen

Mikkel Hansen.

Mikkel Hansen (fæddur 22. október 1987) er danskur handknattleiksmaður, sem leikur fyrir Paris Saint-Germain og danska karlalandsliðið í handknattleik. Hansen leikur stöðu vinstri skyttu. Hann var markahæstur danska liðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla 2011.

Hansen lék með FC Barcelona frá 2008 til 2010. Áður lék hann með GOG Svendborg.



  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.