Mjaðjurt
Mjaðjurt | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Filipendula ulmaria (Linnaeus) Maximowicz |
Mjaðjurt, mjaðurt eða mjaðurjurt (fræðiheiti: Filipendula ulmaria, áður Spiraea ulmaria[1]) er blómplanta af rósaætt sem lifir einna helst í Evrópu og Vestur-Asíu. Plantan getur orðið eins til tveggja metra há og hefur hvít blóm. Jurtin er gjarnan notuð í ilmefni og sem bragðefni í mjöð, vín og bjór. Áður fyrr voru mjaðarker smurð að innan með laufblöðum mjaðjurtar og voru blöðin eins notuð sem krydd í öl.
Hún er einnig notuð sem lækningajurt við græðingu sára og sem verkjalyf. Salisýlsýra, verkjastillandi efni sem varð fyrirmyndin að aspiríni, var fyrst einangruð úr mjaðjurt.[2] Mjaðjurt var hluti af þjófagaldri til að komast að því hver hefði stolið frá manni. Mjaðjurt vinnur á móti ýmsum bakteríum og kemur í veg fyrir sýkingar af þeirra völdum.
Af blómum mjaðjurtar leggur sérkennilega og þægilega angan. Carl von Linné segir í bókinni Flora Lapponica frá 1737 að bændur í Svíþjóð hafi þann sið að strá ferskum laufum mjaðjurtar á gólf í húsum sínum á helgidögum og tyllidögum svo lyktin fylli húsin.
Tenglar
- Mjaðjurt (Náttúrufræðistofnun Íslands) Geymt 22 júlí 2019 í Wayback Machine
- Mjaðjurt (Flóra Íslands)
- Mjaðjurt (Lystigarður Akureyrar) Geymt 1 október 2020 í Wayback Machine
- Mjaðjurt – Filipendula ulmaria (Ágúst H. Bjarnason)
Heimildir
- ↑ Mueller, R. L. og Scheidt, S. (1994). History of drugs for thrombotic disease. Discovery, development, and directions for the future. Circulation 89(1), bls. 432-449. doi: 10.1161/01.CIR.89.1.432 (Enska)
- ↑ Jack, D. B. (1997). One hundred years of aspirin. Lancet 350, bls. 437-439. (Enska)