Mostar

Gamla brúin í Mostar
Vor í Mostar, málverk

Mostar er borg og sveitarfélag í suðurhluta Bosníu og Hersegóvínu. Íbúar borgarinnar voru 113,169 árið 2013. Mostar er miðstöð menningar í Herzegóvínu héraðinu. Borgin er við Neretva ána og er nefnd eftir brúarvörðum sem á miðöldum gættu gömlu steinbrúarinnar Stari Most yfir Neretva. Gamla brúin var byggð af Ottómönum á sautjándu öld.

Mostar var vettvangur mikilla hörmunga eftir 1992 en þá réðust Serbar á borgina. Á þeim tíma bjuggu um 120 þúsund í borginni og voru um 35% múslimar, um 35 % Króatar og um 30 % Serbar. Króatar og múslimar börðust saman gegn Serbum en vorið 1993 fóru Króatar og múslimar að berjast hver við aðra og víglína milli þeirra lá í gegnum þvera borgina og Serbar sátu um borgina og vörpuðu sprengjum á austurhlutann þar sem múslimar bjuggu. Í Mostar fór allt í rúst, annað hvert hús var illa farið eftir sprengjuárásir og flestar verslanir og fyrirtæki lokuð.


Heimild