Nahúatl

Nahúatl er amerískt frumbyggjamál, talað um mið- og vesturhluta Mexíkó af um 1,7 milljón manns. Nahúatl var tungumál Tolteka og Asteka og fleiri frumbyggja. Varðveist hefur talsvert af rituðu efni frá 16. öld á latínuletri sem virðist að mestu komið frá spænskum trúboðum. Nahúatl flokkast til aztek-tanóískra mála ásamt um 30 öðrum tungumálum.
Orð úr nahúatl sem hafa orðið alþjóðleg eru m.a. avókadó, chili, chipotle, súkkulaði og tómatur.