Oddfylking

Oddfylking (svínfylking eða fleygfylking) nefnist það þegar herliði var fylkt þannig til orrustu að fylkingin var mjóst fremst, en breikkaði aftur.

Að fylkja hamalt er að svínfylkja herliði þannig að skjöldur nemi við skjöld. Orðasamband þetta kemur fyrir í Reginsmálum (erindi 23): Engur skal gumna / í gögn vega / síð skínandi / systur mána, / þeir sigur hafa / er sjá kunnu, / hjörleiks hvatir, / eða hamalt fylkja.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.