Pinot Noir
Pinot noir er rauðvínsþrúga frá héraðinu Búrgund í Frakklandi. Nafnið er úr frönsku og merkir „svartur köngull“. Það vísar til litarins á þrúgunum og hversu þétt þær sitja í klasanum. Pinot noir er ræktuð um allan heim en hún er talin erfiðari í ræktun en mörg önnur yrki. Þrúgan er mjög móttækileg fyrir bragði úr jarðvegi og gerjun og pinot noir-vín hafa því breiðan bragðvönd sem ruglar oft smakkara. Almennt séð er pinot noir með litla eða meðalfyllingu með keim af svörtum kirsuberjum, hindberjum eða kúrenum.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Pinot noir.