Pori


Pori (sænska: Björneborg) er borg og sveitarfélag í vestur-Finnlandi, við Helsingjabotn, á ósum Kokemäenjoki-fljóts. Íbúar eru um 84.000 (2019). Borgin er höfuðstaður Satakunta-héraðs Finnlands.
Pori var stofnuð árið 1558 af Jóhanni þriðja svíakonungi. Hún var eyðilögð af Rússum snemma á 18. öld og var ráðist á hana af Bretum og Frökkum um miðja 19. öld í Krímstríðinu. Þjóðverjar notuðu flugvöll við Pori í seinni heimsstyrjöld og héldu þar sovéskum stríðsföngum.
Íshokkíliðið Ässät frá Pori hefur þrisvar orðið finnskur meistari. Pori jazz-hátíðin er vel þekkt í Evrópu.