Queens Park Rangers F.C.
Queens Park Rangers Football Club | |||
Fullt nafn | Queens Park Rangers Football Club | ||
Gælunafn/nöfn | The Hoops, The R's | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | QPR | ||
Stofnað | 1882 | ||
Leikvöllur | Loftus Road | ||
Stærð | 18.439 | ||
Stjórnarformaður | Amit Bhatia | ||
Knattspyrnustjóri | Mark Warburton | ||
Deild | Enska meistaradeildin | ||
2022/2023 | 20. af 24 | ||
|
Queens Park Rangers Football Club er enskt knattspyrnulið frá Shepherd's Bush í vestur-London sem spilar í ensku meistaradeildinni. Liðið var stofnað árið 1882 sem Christchurch Rangers og var heimavöllurinn við Queens Park sem er norður af núverandi velli. Helstu andstæðingar úr vestur-London eru Chelsea FC, Fulham FC og Brentford FC.
Heiðar Helguson spilaði með liðinu frá 2008-2012.
Besti árangur
- 2. sæti í efstu deild tímabilið 1975–76.
- League Cup sigurvegarar árið 1967.