Ríkharður Daðason
Ríkarður Daðasson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Ríkarður Daðasson | |
Fæðingardagur | 26. apríl 1972 | |
Fæðingarstaður | Reykjavík, Íslandi | |
Leikstaða | sóknarmaður | |
Yngriflokkaferill | ||
Fram | ||
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1989-1995 | Fram | 119 (44) |
1996-1997 | Kalamata | 10 (1) |
1997 | KR | 16 (7) |
1998-2000 | Viking | 69 (47) |
2000-2002 | Stoke City | 38 (10) |
2002-2003 | Lillestrøm | 12 (4) |
2003 | Fredrikstad | 9 (4) |
2004-2005 | Fram | 28 (10) |
Landsliðsferill2 | ||
1988-1990 1991-1993 1991-2003 |
Ísland U-19 Ísland U-21 Ísland |
9 (6) 6 (1) 44 (14) |
Þjálfaraferill | ||
2013 | Fram | |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Ríkharður Daðason (fæddur 26. apríl 1972) er fyrrverandi íslenskur knattspyrnumaður. Á unglingsárum Ríkharðs var hann jafnframt hæfileikaríkur handboltaleikmaður. Hann hóf feril sinn í Fram og fluttist síðar til KR þar sem hann varð topp markaskorari í íslensku deildinni árið 1996. KR ferill hans tók óvænta stefnu, þegar hann fluttist til Grikklands, í janúar 1997. Sú dvöl var þó stutt, og hann kom aftur til KR. Árið 1998 fluttist hann til Viking Fotballklubb í Stafangri í Noregi, og eftir að hafa skorað 15 mörk eða fleiri þrjú tímabil í röð var hann fenginn í Stoke City, sem á þeim tíma keypti marga íslenska leikmenn. Ríkarður átti í erfiðleikum með að spila reglulega með Stoke og hélt til Noregs. Frá og með 2004 lék hann aftur og enn einu sinni með Fram. Ríkarður var fyrst valinn í landslið Íslands í maí 1991, í vinarleik á móti Möltu í skiptingu fyrir Grétar Einarsson. Hann lék síðasta alþjóðlega leik sinn árið 2003, hefur leikið 44 sinnum og skorað 14 mörk fyrir landsliðið. Ríkharður skoraði minnistætt mark gegn Frakklandi, sem voru nýlega orðnir heimsmeistarar, þann fimmta september, 1998. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.
Sumarið 2013 tók Ríkharður við þjálfun meistaraflokks Fram þegar Þorvaldur Örlygsson hætti störfum. Hann stýrði liðinu til bikarmeistaratitils en lét af störfum í mótslok.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir fv. alþingismaður er móðir Ríkharðs.