Raflækningar
Raflækningar (enska: electroconvulsive therapy, ECT) er meðferð við alvarlegum lyndisröskunum og geðrofi. Þær eru helst notaðar þegar lyfjagjöf eða aðrar meðferðir hafa ekki skilað árangri. Meðferðin kom fyrst á sjónarsviðið á 4. áratug 20. aldar. Sjúklingur er svæfður og gefið vöðvaslakandi lyf og rafmagn er gefið í rafskaut á sjúklingi í 0,1 - 6 sekúndur. Við það verða krampar sem standa í 15-30 sekúndur. Algengt er að meðferð standi í 6-12 vikur og 2-3 í viku. Skammtímaminnistruflanir, höfuðverkur og þreyta geta verið aukaverkanir. Meðferðin hefur reynst gagnleg til styttri tíma fyrir um helming þunglyndissjúklinga. [1] & [2]
Tenglar
- Bæklingur Landspítala Geymt 2 febrúar 2020 í Wayback Machine
- Mbl- Grein Landlæknis - Villandi Kastljós á raflækningar við þunglyndi
Tilvísanir
Forskoðun heimilda
- ↑ Dierckx, B.; Heijnen, WT; Van Den Broek, WW; Birkenhäger, TK (2012). „Efficacy of electroconvulsive therapy in bipolar versus unipolar major depression: A meta-analysis“. Bipolar Disorders. 14 (2): 146–150. doi:10.1111/j.1399-5618.2012.00997.x. PMID 22420590.
- ↑ Jelovac A, og fleiri (Nov 2013). „Relapse following successful electroconvulsive therapy for major depression: a meta-analysis“. Neuropsychopharmacology. 38 (12): 2467–74. doi:10.1038/npp.2013.149. PMC 3799066. PMID 23774532.