Reinhard Heydrich

Reinhard Heydrich (1940)

Reinhard Tristan Eugen Heydrich (7. mars 19042. júní 1942) var SS-Obergruppenführer, yfirmaður öryggisþjónustu þriðja ríkisins (sem m.a. innihélt Gestapo, SD og Kripo-nasískar lögregludeildir). Adolf Hitler taldi hann mögulegan eftirmann sinn. Hann var uppnefndur „slátrarinn frá Prag“ og „böðullinn“ (þýska: Der Henker).

Heydrich var einn af höfundum helfararinnar og gestgjafi Wannsee-ráðstefnunnar 1942, þar sem tekin var ákvörðun um útrýmingu allra gyðinga í Evrópu. Tékkóslóvenskir andspyrnumenn köstuðu sprengju á hann úr bíl og skutu hann í fótinn. Heydrich komst undan, en lést stuttu síðar jafnvel þó að Himmler hafi sent honum sinn besta lækni til að gera að sárum hans.