Rogue One
Rogue One: A Star Wars Story | |
---|---|
Leikstjóri | Gareth Edwards |
Handritshöfundur |
|
Söguhöfundur |
|
Byggt á | Persónur George Lucas |
Framleiðandi |
|
Leikarar |
|
Kvikmyndagerð | Greig Fraser |
Klipping |
|
Tónlist | Michael Giacchino |
Fyrirtæki | Lucasfilm Ltd. |
Dreifiaðili | Walt Disney StudiosMotion Pictures |
Frumsýning |
|
Lengd | 134 mínútur[1] |
Land | Bandaríkin |
Tungumál | Enska |
Ráðstöfunarfé | $200–265 milljónir[2][3] |
Heildartekjur | $1.058 milljarður[4] |
Rogue One: A Star Wars Story (eða Rogue One) er bandarísk geimmynd frá árinu 2016, leikstýrð af Gareth Edwards. Handritið er eftir Chris Weitz og Tony Gilroy og er úr sögu eftir John Knoll og Gary Whitta. Myndin var framleidd af Lucasfilm en Walt Disney Studios Motion Pictures sá um dreifingu. Myndin er sú fyrsta í Star Wars anthology seríunni og er beinn undanfari Stjörnustríðs (1977) (e. Star Wars: A New Hope).
Felicity Jones, Diego Luna, Ben Mendelsohn, Donnie Yen, Mads Mikkelsen, Alan Tudyk, Riz Ahmed, Jiang Wen og Forest Whitaker fara með aðalhlutverkin. Myndin gerist viku fyrir Stjörnustríð og fjallar um hóp uppreisnarmanna sem sameinast og reyna að stela teikningunum af Dauðastjörnunni, gereyðingarvopni vopn Stjörnuveldisins (e. Galactic Empire). Myndin fjallar um fyrsta sigur uppreisnarsinna gegn Stjörnuveldinu, en vitnað er til atvikanna í upphafstextanum í Stjörnustríði.[5]
Myndin fór í framleiðslu tíu árum eftir að Knoll fékk hugmyndina fyrir henni, en myndin er frábrugðin hefðbundnari Stjörnustríðs kvikmyndum, bæði út frá söguþræði og kvikmyndagerð.
Upphafsatriði myndarinnar var tekið upp á Reynisfjöru, á suðurlandi Íslands.
Heimildir
- ↑ „Rogue One: A Star Wars Story“. British Board of Film Classification. Afrit af uppruna á 13. nóvember 2021. Sótt 13. nóvember 2021.
- ↑ Fleming, Mike Jr. (3. apríl 2017). „No. 3 'Rogue One' Box Office Profits – 2016 Most Valuable Movie Blockbuster Tournament“. Deadline Hollywood. Afrit af uppruna á 3. apríl 2017. Sótt 3. apríl 2017.
- ↑ FilmL.A. (23. maí 2017). „2016 Feature Film Study“ (PDF). FilmL.A. Feature Film Study: 22. Afrit (PDF) af uppruna á 31. júlí 2017. Sótt 22. nóvember 2018.
- ↑ „Rogue One: A Star Wars Story“. Box Office Mojo. IMDb. Sótt 2. september 2022.
- ↑ Academy of Motion Picture Arts and Sciences (17. júní 2019). „Star Wars and Rogue One“ (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 4. ágúst 2020. Sótt 16. ágúst 2020.