Rokgjarnt lífrænt efnasamband

Rokgjarnt lífrænt efnasamband[1] er lífrænt efnasamband með háan gufuþrýsting við stofuhita. Þessi hái gufuþrýstingur stafar af lágu suðumarki sem veldur því að margar sameindir gufa upp frá vökvanum eða fasta efninu sem þær eru hluti af. Þessi tilhneiging nefnist rokgirni. Dæmi um þetta er formaldehýð sem gufar upp úr málningu, en suðumark þess er -19⁰C.

Rokgjörn lífræn efnasambönd eru mörg og margvísleg. Þau koma bæði fyrir í manngerðum efnum og í náttúrunni. Flest lykt stafar af rokgjörnum lífrænum efnasamböndum. Slík efnasambönd leika mikilvægt hlutverk í boðskiptum milli lífvera. Sum rokgjörn lífræn efnasambönd eru skaðleg umhverfinu. Notkun manngerðra rokgjarnra lífrænna efnasambanda er oft takmörkuð með lögum, sérstaklega í lokuðum rýmum. Hættuleg rokgjörn lífræn efnasambönd stafa meðal annars frá málningu, hreinsiefnum, kæliefnum, eldsneyti og lími.

Tilvísanir

  1. Orðabanki Íslenskrar Málstöðvar