Samóþrakía
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/c/ce/Samothraki_island.jpg/220px-Samothraki_island.jpg)
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/a/aa/Sam%C3%B3%C3%BErak%C3%ADa2.png/220px-Sam%C3%B3%C3%BErak%C3%ADa2.png)
Samóþrakía (gríska: Σαμοθράκη, Samothràki, tyrkneska: Semadirek) er grísk eyja norðarlega í Eyjahafinu, norðaustur af eyjunni Lemnos. Er í um 40 km fjarlægð frá meginlandinu. Nálægasta landsvæði er eyjan Imbró, nálægt landamærum Tyrklands. Eyjan er fjöllótt og rís hún hæst í Fengari, 1.611 metra hæð.
Stærð er 178 km2 og íbúafjöldi tæp 3000 (2011). Helstu atvinnugreinar eru ferðaþjónusta og fiskveiðar.