Samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um hugverkarétt í viðskiptum

Samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um hugverkarétt í viðskiptum (enska: Agreement on Trade-Related Aspects of Intellectual Property Rights, TRIPs) er alþjóðasamningur um hugverkaréttindi sem Alþjóðaviðskiptastofnunin hefur umsjón með. Samningurinn var afrakstur Úrúgvæumferðarinnar í GATT-viðræðunum árið 1994. Samningurinn setur fram nokkur lágmarksskilyrði sem ríki þurfi að uppfylla varðandi vernd hugverka, þar á meðal um höfundarétt, flutningsrétt, rétt framleiðenda og útvarpsútsendinga, upprunamerkingar, iðnhönnun, hönnun rafeindarása, einkaleyfi, einkarétt á nýjum jurtategundum, vörumerki og vöruumbúðir, og meðferð trúnaðarupplýsinga (viðskiptaleynd). TRIPs-samningurinn kveður meðal annars á um framkvæmd laga, bætur og aðferðir við lausn deilumála.

TRIPs var fyrsti alþjóðlegi viðskiptasamningurinn sem snerist um hugverk. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þá vernd sem hann veitir lyfjaframleiðendum og fyrir að stuðla að hærra lyfjaverði í þróunarlöndum. Meðal annars vegna þessa áttu þróunarlöndin upptökin að viðræðum árið 2001 sem leiddu til Doha-yfirlýsingarinnar þar sem kveðið er á um að túlkun TRIPs-samningsins eigi að vera sveigjanleg en ekki þröng.

Tengt efni

Tenglar