Selbu (sveitarfélag)
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/5/5e/Selbu_komm.svg/110px-Selbu_komm.svg.png)
Selbu er sveitarfélag í Þrændalögum í Noregi. Í sveitarfélaginu eru 4.090 íbúar (2022).
Stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins er þéttbýlið Mebond, sem er eina þéttbýlið í sveitarfélaginu.
Sveitarfélagið Selbu á landamæri að sveitarfélögunum Malvik og Stjørdal í norðri, Meråker og Tydal í austri, Holtålen og Midtre Gauldal í suðri og Melhus og Þrándheimi í vestri.